Eyþór Þrastarson sundmaður er íþróttamaður fatlaðra árið 2009.

Eyþór setti eitt evrópumet og fjögur íslandsmet á árinu og vann til silfurverðlauna í 400 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu. Hann var eini íslendingurinn sem vann til verðlauna á mótinu.

Eyþór syndir fyrir ÍFR og Ægi en starfar einnig sem ráðgjafi á Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni með námi. Við óskum Eyþóri innilega til hamingju með árangurinn.