Á alþjóðadegi fatlaðs fólks fimmtudaginn 3. desember 2009 var í þriðja skipti úthlutað námsstyrk til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands. Styrkhafi var Helga Theódóra Jónasdóttir, nemandi á fyrsta ári í sálfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Styrkurinn var veittur úr Þórsteinssjóði og afhenti forseti Menntavísindasviðs, Jón Torfi Jónsson, hann við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi. Upphæð styrksins var 500 þúsund kr, sem var viðbótarframlag Blindravinafélags Íslands til Þórsteinssjóðs.