Mánudaginn 15. febrúar nk. mun Daufblindrafélag Íslands standa fyrir fróðlegu fræðsluerindi um Usher-heilkenni.

Fyrirlesari verður Margrét Ríkarðsdóttir þroskaþjálfi og ritari stjórnar Daufblindrafélags Íslands. Margrét hefur í mörg ár unnið og fylgst með málefnum daufblinds fólks og gerði m.a. meistararitgerð sína um líf og hagi fólks með daufblindu.

Í erindi sínu mun Margrét m.a. leitast við að svara spurningum eins og ,,Hvað er Usher-heilkenni, hvernig lýsir Usher-heilkenni sér, hver er munur á þremur skilgreindum flokkum Usher-heilkenna og hverjir eru möguleikar fólks með Usher-heilkenni”?

Erindið verður haldið mánudaginn 15. febrúar nk. í sal Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, 2. hæð, og hefst kl. 16.30.

Að loknu erindi Margrétar gefst gestum kostur á að koma með fyrirspurnir eða frekara innlegg í umræðuna.

Léttar veitingar verða í boði félagsins.

Allir eru hjartanlega velkomnir og stjórn félagsins hvetur sérstaklega daufblint fólk, aðstandendur og vini þess og alla áhugasama til að koma og deila reynslu sinni og fræðast. Táknmálstúlkun verður til staðar.

Með von um að sjá ykkur sem flest ásamt fjölskyldu og vinum,

stjórn Daufblindrafélags Íslands.