Útbúnir verða auðveldir og hollir réttir og áhersla lögð á grunnatriði í eldhúsinu s.s að hella, skera og umgangast heita hluti. Námskeiðin eru fyrir notendur Miðstöðvarinnar, og eru ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 9-19 ára. 

Kennarar á námskeiðinu eru ráðgjafarnir Baldur Gylfason, Guðbjörg Árnadóttir, Guðný Katrín Einarsdóttir, Sabína Steinunn Halldórsdóttir og Vala Jóna Garðarsdóttir.

Námskeiðin verða haldin síðasta miðvikudag hvers mánaðar frá kl. 16:30 – 18:30 í sal Blindrafélagsins á 2. hæð að Hamrahlíð 17.

Tímasetningar eru: 24. febrúar, 24. mars, 28. apríl og 26. maí. Hvert námskeið er stakt og verð fyrir hvern dag er 500 kr. fyrir félagsmenn í Blindrafélaginu en 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.

Hægt er að skrá sig á heimasíðu Miðstöðvarinnar á netfangið midstod@midstod.is eða í síma 545  5800.