Foxit Reader er skjalalesari líkt og Acrobat Reader sem flestir þekkja og nota við lestur á PDF-skjölum. Foxit Reader býður upp á ýmsa möguleika á tækjastikunni. Til dæmis er hægt er að nota forritið til þess að skrifa texta inn á PDF-skjöl, strika undir eða merkja við eða gera hring utan um texta og tengja á milli orða með línum. Á tækjastikunni er einnig svokallað Commenting Tools og því auðvelt að skrifa eigin glósur inn á skjalið. Góðir stækkunarmöguleikar eru innan forritsins fyrir þá sem þurfa á stækkun að halda.

Forritið nýtist ýmsum hópum nemenda vel og er m.a. mælt með því fyrir sjónskerta nemendur, þá sem eiga á einhvern hátt í erfiðleikum með að handleika skriffæri, eru lengur að skrifa en jafnaldrarnir eða ná ekki yfir alla verkefnabókina sökum skertrar hreyfifærni. Með forritinu getur nemandi unnið í vinnubók í stað þess að nota skriffæri. Nemendur þurfa að ráða við músarstjórn. Hægt er að nota Dolpin EasyTutor með Foxit Reader. EasyTutor er forrit sem hentar vel fyrir nemendur með lestrarerfiðleika en það inniheldur m.a. talgervil og er því hægt að velja texta í skjalinu/vinnubókinni og fá hann upplesinn. 

Verð: 4000 kr. 
 
Kennari: Hrönn Birgisdóttir
Nánari upplýsingar er að finna á www.tmf.is
Skráning: hronn@tmf.is )