NVC stendur fyrir Nordens velfærdscenter. Aðsetur þess er rétt fyrir utan Álaborg í Danmörku. Þar eru skipulögð námskeið fyrir starfsfólk sem vinnur með daufblindum einstaklingum.
Umsóknir skulu berast á www.nordicwelfare.org/dbkurser
Verð fyrir námskeið er 250 DKK á dag.
Til að koma til móts við þátttakendur sem koma langt að er ferðaafsláttur greiddur að upphæð 2000 DKK og njóta Íslendingar góðs af því fyrirkomulagi.
Ferðaskipulag og greiðsla er á ábyrgð þátttakenda.
Námskeið á haustönn 2010:
- 218 Félagsleg- og snertisamskipti/túlkun
- 219 Myndbandsgreiningar með einstaklingum með meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu
- 220 Að skapa samskipti með einstaklingum með meðfædda samþætta sjón-og heyrnarskerðingu
- 221 Fjölskylda einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.nordicwelfare.org og hjá Guðnýju Einarsdóttur á gudny@midstod.is