Miðvikudaginn 19. maí klukkan kl. 15.00-16.00 mun Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga standa fyrir kynningu á stafgöngu fyrir notendur Miðstöðvarinnar. Kynningin er ætluð einstaklingum sem eru 20 ára og eldri og er haldin í samstarfi við Almenningsíþróttasvið Íþróttasambands Íslands og Blindrafélagið.