Miðstöðin skipuleggur árlega fjölda námskeiða fyrir börn, ungmenni og fullorðna sem eru blindir, sjónskertir og daufblindir, og fyrir aðstandendur og fagfólk sem vinnur með eða í umhverfi þeirra. Leitast er við að hafa námskeiðin sem fjölbreyttust til að mæta þörfum sem flestra notenda, aðstandenda og þjónustuaðila. Einnig er lögð mikil áhersla á að námskeið sé vettvangur fyrir fólk til að hittast og deila hugmyndum og ræða saman á grundvelli þarfa hópsins.

Miðstöðin býður einnig upp á fræðslu, fyrirlestra og námskeið fyrir stofnanir, skóla, félagasamtök og aðra hópa, sé þess óskað. Slíkir viðburðir eru þá skipulagðir að þörfum viðkomandi hóps.

Frestur til að skila inn óskum eða hugmyndum að námskeiðum fyrir tímabilið ágúst-desember 2010 er til 10. júní 2010. Hugmyndir má senda á netfangið namskeid@midstod.is eða í síma 545 5800