Dagana 14.-16. júní sl. hélt Miðstöðin sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Námskeiðið tókst vel í alla staði og bæði börn og leiðbeinendur skemmtu sér mjög vel. Ýmislegt var gert á námskeiðinu, m.a. útbúin veisla fyrir foreldra og aðstandendur og farið var í fjöruferð. Meðfylgjandi myndir sýna stemminguna sem ríkti í fjöruferðinni og það er greinilegt að allir skemmtu sér konunglega. Leiðbeinendurnir á námskeiðinu vilja koma á framfæri þakklæti til allra þátttakenda og foreldra fyrir samveruna.