Á sameiginlegum skipulagsdegi í Grunnskólum Kópavogs, 1. október sl. voru þreifibækur fyrir blind börn kynntar. Yfirskrift skipulagsdagsins var Sjálfbær þróun og grenndarsamfélagið. Þreifibókarverkefnið var samstarfsverkefni Lindaskóla og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðar fyrir blinda, sjónskerta og daufblindra einstaklinga.
Verkefnið í Lindaskóla snérist um að kynnast heimi blindfæddra barna en ekki síður að gefa nemendunum tækfæri til að leggja sitt að mörkum til að gera góðan heim betri.
Kynningin gekk vel fyrir sig og var ánægjulegt fyrir myndmenntakennara Lindaskóla og nemendur skólans að geta sýnt bækurnar sem eru nú þegar farnar að gleðja og nýtast ungum blindum börnum.