Góð þátttaka á degi hvíta stafsins
Þann 15. október síðastliðinn var alþjóðlegur dagur hvíta stafsins. Miðstöðin og Blindrafélagið stóðu sameiginlega að dagskrá sem hófst með göngu niður Laugaveginn og tóku margir þátt í henni. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og Sigvaldi Kaldalóns fjölmiðlamaður tóku þátt í göngunni með sjónhermigleraugum. Á leiðinni leystu þau ýmis verkefni. Að göngunni lokinni var efnt til kaffisamsætis í Oddfellow-húsinu í Vonarstræti. Þar fluttu Guðfinnur Karl Vilhelmsson og Hlynur Þór Agnarsson tónlist á fiðlu og píanó.
Samfélagslampi Blindrafélagsins var afhentur í annað sinn og fengu Alþingi og Blindravinafélagið lampann að þessu sinni.
Góð þátttaka var á degi hvíta stafsins í ár
Sigvaldi Kaldalóns fjölmiðlamaður, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs, Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Elías Jón Guðjónsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra og Þröstur K. Sveinbjörnsson vélfræðingur fengu þakkir fyrir þátttökuna.