Ráðgjafar á vakt

Á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 15:00-16:00 verður ráðgjafi með vakt þar sem notendur Miðstöðvarinnar geta hringt eða komið. Þessi þjónusta er einungis hugsuð fyrir aðkallandi erindi og minniháttar viðvik t.d. fyrirspurnir eða biluð hjálpartæki sem þarf að laga.