Íva Marín Adrichem, sem er 12 ára nemandi í Hofstaðaskóla í Garðabæ, sigraði í ritgerðarsamkeppni Lions um frið. Keppnin er alþjóðleg og er ætlað blindum og sjónskertum ungmennum á aldrinum 11-13 ára.

Markmiðið með keppninni er að hvetja ungmenni til að hugsa um frið, sjá heiminn í stærra samhengi og að leggja sitt af mörkum í friðarumræðunni. Þema keppninnar er “Kraftur friðarins”.

Við verðlaunaafhendingu í Lionsheimilinu í Reykjavík voru tvö önnur börn einnig heiðruð og þeim þakkað fyrir þeirra ritgerðir, en það eru þau Ólafur Einar Ólafsson og Sandra Sif Gunnarsdóttir

Alþjóðasamband Lionsklúbba stendur fyrir keppninni um allan heim, í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar – UNESCO, sem þáttur í friðaruppeldi barna og unglinga. Íslenska vinningsritgerðin hennar Ívu Marínar hefur verið þýdda á ensku og send í alþjóðlegu keppnina, en úrslit hennar verða kynnt í lok júní. Lionshreyfingin starfar í 206 þjóðlöndum, með 1,4 milljónir félagsmanna. Ísland er einn hlekkur í þessari stóru keðju með 2.400 Lionsfélaga í 90 klúbbum um allt land.

Sandra Sif Gunnarsdóttir, Ólafur Einar Ólafsson og Íva Marín Adrichem með viðurkenningarnar sínar.