Alþjóðlegur dagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Félagið Fjóla – félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu heldur upp á alþjóðlegan dag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu mánudaginn 27. júní 2011 í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá auk þess sem hægt verður að skoða hjálpartæki og kynna sér samskiptaleiðir. Veitingar verða í boði.

Dagskráin er eftirfarandi:
13:00 Opnun dagskrárinnar – Formaður Fjólu býður fólk velkomið.
13:05 Joel Snyder fjallar um hljóðtúlkun myndrænna fyrirbæra-  “Mini-workshop” on Audio Description (á ensku)
14:30 Kaffihlé
15:00 Félagsmaður Fjólu heldur erindi – lífssaga
15:15 Guðný K. Einarsdóttir ráðgjafi flytur erindi – Hvað er samþætt sjón og heyrnarskerðing?
15:30 Félagsmaður Fjólu heldur erindi – lífssaga
15:45 Júlía Hreinsdóttir fagstjóri á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra heldur erindi – Samskiptaleiðir
16:00 Skemmtiatriði
16:10 Ágústa Gunnarsdóttir stjórnarmaður Fjólu og Hanna Björg Sigurjónsdóttir lektor í fötlunarfræði halda erindi – Að stjórna eigin lífi og málum, valdefling!
16:35 Skemmtiatriði

Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér hvað samþætt sjón- og heyrnarskerðing er og halda upp á daginn með okkur.

Fjóla – félag fólks með samþætta sjón og heyrnarskerðingu stendur fyrir þessum degi í samstarfi við: Blindrafélagið, Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Félag heyrnarlausra, Heyrnarhjálp, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.