Í lok október verða haldnar norrænar tónlistarbúðir í Danmörku þar sem einstaklingar frá Norðurlöndunum hittast og spila saman. Íslendingum býðst að taka þátt í þessu verkefni í fyrsta skipti nú í ár og leitum við um þessar mundir að einstaklingum sem hafa áhuga á að vera þátttakendur.

Skilyrði til þátttöku eru þau að viðkomandi þarf að hafa náð 16 ára aldri, vera áhugasamur um tónlist og geta spilað á minnst eitt hljóðfæri. Hámarksfjöldi þátttakenda er 30 manns og fær því hvert land að senda 6 fulltrúa.

Gisting, flug og annar ferðakostnaður er allur greiddur af Menningarsjóði Norðurlanda (Nordic Culture Fund) og því þurfa þátttakendur einunungis að greiða námskeiðsgjald sem er 500 kr danskar, um 10.000 kr íslenskar. Blindrafélagið hefur lýst yfir áhuga á að greiða þann kostnað fyrir þátttakendur.

Föst dagskrá liggur ekki fyrir en við reiknum fastlega með því að þetta verði hin mesta skemmtun og ættu allir að hafa gaman af sem einhvern áhuga hafa á tónlist.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við undirritaða til að skrá sig og fá nánari upplýsingar. Skráningarfrestur er til 1. ágúst 2011.

Hlynur Þór Agnarsson
hlynura@midstod.is
s. 697 5400
Eyþór Þrastarson
eythor@midstod.is
s. 663 3649