Nýverið voru samþykkt á Alþingi ný lög um íslenskt mál. Í lögunum er kveðið á um rétt blindra og sjónskertra til notkunar punktaleturs. Þetta er mikil framför og löngu tímabær staðfesting á rétti þeirra sem nýta sér punktaletur.

Íslenskt punktaletur.

Íslenskt punktaletur er fyrsta ritmál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og
samskipta. Hver sem hefur þörf fyrir blindralestur vegna skerðingar á sjón skal eiga þess kost
að læra og nota íslenskt punktaletur um leið og hann hefur getu til.

 

Lög um íslenskt mál