Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig fólk, sem lítið eða ekkert sér, les með fingrunum? Hefur þú rekist á upphleypt tákn á lyftuhnöppum eða á lyfjaumbúðum? Punktaletur hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 1821 og notkun þess og þekking á því hefur nær eingöngu verið meðal blindra einstaklinga. Síðastliðið vor setti Alþingi lög sem kveða á um að punktaletur skuli viðurkennt sem ritmál þeirra sem á því þurfa að halda til samskipta og upplýsinga öflunar.

Með tilliti til þess gefst þér nú tækifæri á að kynnast letrinu og læra að skilja það. Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á að kynna sér punktaletur. Ekki er gerð nein krafa til þekkingar á punktaletri.

Fjallað verður um hvernig punktaletrið varð til, farið yfir táknin og þátttakendum gefið tækifæri á að læra að lesa og skrifa letrið. Kennsla fer fram á fyrirlestraformi sem og með verklegum æfingum.

Skráningarfrestur er til 22. september 2011.

Hægt er að skrá sig á heimasíðu Endurmenntunar Háskóla Íslands