Námskeiðsdagur fyrir kennara var haldinn 16. ágúst síðastliðinn. Námskeiðið heppnaðist vel og var vel sótt. Í boði voru þrjú mismunandi námskeið. Eitt námskeið var í þreifibókagerð  þar sem ráðgjafar miðstöðvarinnar fóru í undirstöður þess hvernig hægt er að nýta þreifibækur í kennslu blindra nemenda.

Því næst var námskeið í undirstöðum þess að vinna með nemendur í umferli og ADL. Mikil ánægja var með það námskeið og ætti að auðvelda mörgum kennurum að vinna með nemendum að fara um í sínum skóla.

Þriðja námskeiðið var um aðgengi og útfærsla á námsefni fyrir blinda og sjónskerta nemendur. Þar fóru sérfræðingar okkar í gerð námsefnis í einföld atriði sem auðvelda kennurum að gera nemendum sínum námsefnið aðgengilegt.
Næst á dagskrá hjá okkur fyrir kennara er punktaletursnámskeið sem  hefst í dag (mánudaginn 22. ágúst). Nýjir umsjónarmenn verða með námskeiðinu það verða þær Ágústa Gunnarsdóttir og Elfa Hermannsdóttir.

Hér að neðan má sjá myndir frá námskeiðunum: