Fimmtudaginn 13. október kl 17:00, á alþjóðlegum sjónverndardegi, verður Guðmundur Viggósson augnlæknir með fyrirlestur um gláku og glákuvarnir í fundarsalnum í Húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Guðmundur mun meðal annars fjalla um góðan árangur sem náðst hefur í glákuvörnum hér á landi. Víðast í löndunum í kringum okkur er gláka önnur algengasta orsök blindu og sjónskerðingar en hér á landi er hún í þriðja sæti. Fyrirlesturinn er í boði Blindrafélagsins, Lions á Íslandi og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.