Jólabingó fyrir börn og ungmenni sem nota punktaletur og stækkað letur

Fimmtudaginn 1 .desember mun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin halda jólabingó fyrir börn og ungmenni sem nota punktaletur eða stækkað letur. Bingóið verður haldið kl 15-17 í húsnæði Miðstöðvarinnar að Hamrahlíð 17, 5. hæð.

Pláss er fyrir 20 þátttakendur. Þátttökugjald er ekkert. Léttar veitingar og skemmtilegir vinningar.