Sjóðurinn Blind börn færði Miðstöðnni veglega gjöf á dögunum.
Sjóðurinn gaf Ipad spjaldtölvu sem mun verða notuð til prófanna með sjónskertum nemendum.
Nemendur munu geta fengið spjaldtölvuna lánaða viku í senn og skoða hvernig hún nýtist þeim í skólaumhverfinu.
Þeir nemendur sem hafa áhuga geta sótt um að fá tölvuna lánaða hjá sínum sérkennsluráðgjafa.
Fleiri og fleiri sjónskertir nemendur fá námsefnið sitt á rafrænu formi og því er það tilvalið að setja það efni á spjaldtölvu.
Nú á eftir að koma í ljós hvort að spjaldtölvan eigi ekki eftir að verða eitt af aðalhjálpartækum sjónskertra nemenda.