Námskeiðið er ætlað sjónskertum og blindum einstaklingum sem vilja bæta minnið sitt. Nám og vinna byggist oft á því að við þurfum að geta lesið okkur til. Minnistækni býður okkur upp á að þjálfa minnið þannig við þurfum einungis að lesa einu sinni yfir upplýsingarnar en ekki oft. Við eigum það til að falla í þá gryfju að til að muna þá lesum við aftur og aftur yfir efni til að læra. Það er lúxus sem blindir og sjónskertir einstaklingar geta ekki leyft sér þar sem þeir eru oft á tíðum hægari í lestri en þeir sem hafa fulla sjón.

Hvernig nýtist minnistækni?

Minnistækni byggir á ævafornum aðferðum sem hafa staðist tímans tönn. Kenndar verða aðferðir sem m.a. hjálpa við að:

  • Takast á við hversdagsgleymsku (hvar setti ég lyklana, gleraugun, hvenær á ég tíma hjá lækninum o.s.frv.).
  • Muna mikið magn upplýsinga (nýtist sérstaklega vel í námi!).
  • Muna nöfn.
  • Muna ártöl og aðrar tölur.
  • Muna dagsetningar og atburði.
  • Bæta skipulagningu og tímastjórnun.

Með því að beita minnistækni nýtum við tíma okkar betur, erum skipulagðari, sjálfsöryggi eykst og allt nám gengur betur.
Kennari: Kolbeinn Sigurjónsson og ráðgjafar á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð.
Verð: Kr. 3000
Kennslutími: 27. janúar 2012 kl. 13-16 og 28. janúar 2012  kl. 10-13.
Kennslustaður: Salur Blindrafélagsins á 2. hæð í Hamrahlíð 17.