Þjónustu- og þekkingarmiðstöð býður upp á hópþjálfun í líkamsþjálfun í samstarfi við Sjúkraþjálfunina Afl.

Þjálfunin er ætluð sjónskertum og blindum einstaklingum sem vilja bæta líkamlegan styrk og auka úthald.

Í upphafi er staða hvers þátttakanda metin og einstaklingsmiðuð markmið sett. Þjálfunaráætlun er gerð með þau markmið í huga. Kennt er í hóptímum þar sem tímarnir byggjast á fjölbreyttum æfingum þar sem unnið er með:

  • Grunnþol hvers og eins
  • Styrk
  • Liðleika
  • Jafnvægi
  • Líkamsstöðu og líkamsbeitingu
  • Spennulosun

Tímasetning: 6. febrúar – 30. mars , mánudagar og föstudagar kl. 11:00-12:00, samtals 16 tímar.

Sjúkraþjálfari: Ásdís Árnadóttir

Staðsetning: Afl Sjúkraþjálfun, Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðin)

Skráning: Hjá Önnu Kristínu, sími 545 5800, netfang: anna@midstod.is

Hámarksfjöldi þátttakenda er 5. Hægt er að bæta við fleiri námskeiðum ef eftirspurn verður mikil.
Lágmarksaldur: 18 ára

Námskeiðsgjald: Námskeiðið er kostað með greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands og af Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Umsóknarfrestur er til 25. janúar.