Samkvæmt 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti 941/2002 er fötluðu fólki heimilt að hafa með sér hjálparhunda á:
gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús, enda sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn að hjálparhundi.
Hundurinn skal merktur sem hjálparhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga.
Notendur leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta, eru handhafar skírteina sem Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin hefur gefið út og ber þeim að sýna skírteinið sé þess óskað.