Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga leitar eftir efnilegum unghundum sem hentað gætu til þjálfunar á leiðsöguhundum. Leiðsöguhundar aðstoða blinda og sjónskerta einstaklinga við að komast leiðar sinnar á öruggan og sjálfstæðan hátt og er leiðsöguhundurinn skilgreindur sem hjálpartæki í umferli.
Skilyrði fyrir því að hundur fái að vinna sem leiðsöguhundur eru ótalmörg en mikilvægast af öllu er að hundurinn sé áreiðanlegur, öruggur í umhverfi og öruggur með ókunnugu fólki.
Óskað er eftir hvolpum eða unghundum tveggja mánaða til þriggja ára.
Þeir sem áhuga hafa á að aðstoða okkur í því að skapa betri aðstæður fyrir blinda og sjónskerta með því að fjölga leiðsöguhundum, vinsamlegast hafið samband við Drífu Gestsdóttur, þjálfara leiðsöguhunda, í síma 860-9499 eða í netfangið drifa@midstod.is