Miðstöðin hefur tekið að sér að leiða evrópuverkefni alls 15 fagaðila og stofnanana er koma að blindu/sjónskertu fólki með viðbótarfatlanir (MDVI).

Ætlunin er að safna saman þeirri þekkingu sem til er í evrópu um hvernig fagaðilar eiga og geta unnið með fólki sem flokkast sem MDVI (multi disability visual impairment). Alls eru áætlaðir 6 fundir sem skiptast í ólík þemu. Þemun miðast að því að skoða hvernig hægt er að auka lífsgæði fólks sem flokkast sem MDVI einstaklingar. Skoðaðar eru ólíkar gerðir vinnu og verkefna, upplýsingatækni og hvernig hægt er að efla félagsfærni þessa hóps.

Verkefnið fór af stað í haust og spannar alls yfir tveggja ára tímabil. Mikil vinna er óunnin í málaflokki einstaklinga sem flokkast með MDVI og er þetta því þarft og brýnt verkefni. Þetta er hópurinn sem eiga sér oft síst málssvara og úrræði. Það verður því spennandi að sjá hvað hópur 15 ólíkra fagaðila/stofnanna og alls 11 evrópulanda hefur fram að færa næsta tvö árin.