SensAge er samstarfsverkefni 15 aðila í Evrópu og Kanada og er Miðstöðin meðal  þátttakenda í því. Verkefninu er stjórnað frá Mutualité Française Anjou-Mayenne miðstöðinni í Frakklandi og er styrkt af Evrópusambandinu. Verkefnið er mikilvægt fyrir Miðstöðina því það fjallar fyrst og fremst um aldraða, sjón- og heyrnarmissi og söfnun gagna og upplýsinga innan Evrópu sem nýtast Miðstöðinni, starfsfólki hennar og viðskiptavinum.
Með þessu er verið að safna saman besta fræðsluefni og vinnuaðferðum um það hvernig aldraðir með sjón- og/eða heyrnarmissi geti haldið áfram að lifa sjálfstæðu lífi og tekið þátt í samfélaginu.

Markmið SensAge er að vera miðpunktur öflunar, greiningar og miðlunar fræðsluefnis og vinnuaðferða sem stuðla að virkri öldrun Evrópubúa með skerðingu á skilningarvitum, gerir þeim kleift að lifa sjálfstæðu lífi og eykur lífsgæði og félagslega þátttöku þeirra.

Helstu markmið SensAge eru:

 1. Að ná sameiginlegum skilningi á því hvað felst í hugtakinu „öldrun“, tengingu þess við skynjunarörðugleika, hverjar helstu áskoranirnar eru og hugsanlegt samspil við aðrar fatlanir.
 2. Að skapa vettvang fyrir öflun, dreifingu og miðlun fræðsluefnis og vinnuaðferða á þessu sviði.
 3. Að stuðla að viðeigandi ESB-stöðlum um stuðning við símenntun fyrir aldraða með sjón- og/eða heyrnarskerðingu og að halda áhrifum starfseminnar í hámarki í gegnum pólitíska málafylgju í Evrópu og á landsvísu.
 4. Að halda áhrifum starfseminnar í Evrópu og á landsvísu í hámarki með öllum viðeigandi dreifingarúrræðum
 5. Að koma á sjálfbærri starfsemi eftir að fjárstuðningi Evrópusambandsins  er lokið. SensAge er þróað til að bregðast við þörf vaxandi fjölda aldraðra með skynjunarörðugleika fyrir símenntun. Einnig til að bregðast við víðtæku úrvali aðferða sem eru í þróun til að koma til móts við símenntunarþörf í stofnunum sem vinna með og fyrir aldraða með skynjunarörðugleika, m.a. opinberar stofnanir, fullorðinskennsla, samfélagsþjónusta, persónulegir þjónustuveitendur og starfsþjálfunarveitendur.

Evrópuár virkni aldraðra og samstöðu kynslóðanna (2012)

Af hverju evrópuár virkni aldraðra og samstöðu kynslóðanna árið 2012?

Árið 2012 fagna Sameinuðu þjóðirnar 10 ára afmæli aðgerðaráætlunar um öldrun. Til að takast á við þær lýðfræðilegu áskoranir sem aðildarríki Evrópusambandsins standa frammi fyrir mun starfsemin leitast við að:

 • stuðla að virkri öldrun í starfi.
 • stuðla að virkri öldrun í samfélaginu í gegnum sjálfboðaliðastörf.
 • stuðla að heilbrigðri öldrun og sjálfstæðu lífi.
 • auka samstöðu milli kynslóða til að skapa samfélag fyrir alla aldurshópa.

Hvað þýðir „virk öldrun“?

„Virk öldrun“ er skilgreind af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem ferlið að hámarka tækifæri til betri heilsu, þátttöku og öryggis sem eykur lífsgæði aldraðra. Ferlið gerir fólki kleift að átta sig á möguleikum sínum til vellíðunar og þátttöku í samfélaginu í samræmi við þarfir þeirra, langanir og getu. Ferlið veitir öldruðum einnig viðeigandi vernd, öryggi og umhyggju þegar þeir þarfnast aðstoðar.

Virk öldrun felur í sér hámörkun á tækifærum til líkamlegrar, félagslegrar og andlegrar heilsu. Það gerir eldra fólki kleift að taka virkan þátt í samfélagi án mismununar, að lifa sjálfstæðu lífi og njóta lífsgæða. Til að skapa samfélag með samstöðu milli kynslóða þarf vitundarvakningu um það hvað hver og einn getur gert til að stuðla að samfélagi fyrir alla aldurshópa.

Hvað þýðir samstaða kynslóðanna?

Með samstöðu kynslóðanna er átt við gagnkvæma aðstoð og samvinnu milli mismunandi aldurshópa til að byggja upp samfélag þar sem fólk á öllum aldri hefur hlutverki að gegna í samræmi við þarfir þeirra og getu. Allir aldurshópar eiga að geta notið góðs af efnahagslegum og félagslegum framförum samfélagsins á jöfnum grundvelli.

Hvert er markmið okkar?

Samfélagið þarf að laga sig að þörfum aldraðra, en það þarf einnig að takast á við nýjar áskoranir sem aðrir aldurshópar standa frammi fyrir svo að allar kynslóðir geti haldið áfram að styðja hver við aðra og búa saman á friðsælan hátt.

Þetta þýðir að við þurfum að skoða í sameiningu stefnumörkun og verklag varðandi borgarskipulag, byggðarþróun, almenningssamgöngur, aðgang að heilsugæslu, fjölskyldustefnu, menntun og þjálfun, félagslega vernd, atvinnu, borgaralega þátttöku, frístundir o.s.frv.
Líta ætti á lýðfræðilegar breytingar sem tækifæri sem geta veitt nýjar lausnir á ýmsum efnahaglegum og félagslegum vandamálum. Þetta mun krefjast nýs mats og endurskoðunar á mörgum efnahagslegum og félagslegum stefnum í samfélaginu.

Að gera eldra fólki kleift að halda góðri heilsu og leggja sitt af mörkum til vinnumarkaðarins og samfélagsins mun hjálpa okkur að takast á við lýðfræðilegar áskoranir á þann hátt sem er sanngjarn og sjálfbær fyrir allar kynslóðir. Þátttaka ungs fólks á fyrstu stigum er nauðsynleg til að fá gagnkvæman innblástur og til að auka vitundarvakningu á samstöðu milli kynslóða t.d. í gegnum kerfi lífeyrissjóða.

Af hverju er þetta ár mikilvægt ?

Evrópuárið er þróað sem vettvangur til að:

 • Auka vitund á framlagi eldra fólks til samfélagsins og hinu mikilvæga hlutverki sem ungt fólk leikur fyrir heildrænt samfélag.
 • Þekkja og miðla góðu verklagi.
 • Virkja stefnumótendur og viðeigandi hagsmunaaðila á öllum stigum til að stuðla að virkri öldrun.
 • Kalla eftir betra samstarfi og samstöðu milli kynslóða.

Ýmsir hagsmunaaðilar geta notað þetta tækifæri til leggja til aðgerðir til að styðja við virka öldrun á ýmsum sviðum samfélagsins.

Allt þetta getur hjálpað til við að koma á nauðsynlegum breytingum sem stuðla að samfélagi fyrir alla aldurshópa og við að finna nýjar lausnir sem eru sjálfbærar og sanngjarnar fyrir allar kynslóðir.