Alþjóðlega ráðstefnan „Menntun og endurhæfing aldraðra: rannsóknir, reynsla og horfur“ verður haldin í Zagreb í Króatíu þann 30. september 2012. Á ráðstefnunni verður einblínt á þróun mála hjá SensAge í tengslum við aldraða einstaklinga.

 Ráðstefnan er skipulögð af menntavísinda- og endurhæfingadeild Háskólans í Zagreb og alþjóðlega verkefninu „Lifelong Learning Needs for Ageing People with Sensory Disabilities“. www.sensage.eu

 Efnistök ráðstefnunnar

·         Að læra svo lengi sem þú lifir – alþjóðleg lausn.

·         Dreifing á reynslu og þekkingu á endurhæfingu aldraðra.

·         Nýjar stefnur og horfur.

·         Menntun í upplýsingatækni.

·         Fjölskylda og menntun.

 Almennar upplýsingar:

·      Til að sækja um skal fylla út umsóknareyðublað og senda til Liliya Plastunova plastunova@yandex.ru

·         Skráningu lýkur 30. ágúst 2012

·         Kynningar eiga að vera á PowerPoint formi og afrit geymd á minniskubbi. Skráin skal vera vistuð undir eftirnafni viðkomandi.

·         Skráningargjald er 50 evrur fyrir hvern þátttakanda og skal greitt daginn sem ráðstefnan er haldin.

·        Ferðakostnaður og gisting er greitt af þátttakendum.

·        Ráðstefnan fer fram á ensku.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Ljubica Pribanic – ljubica@erf.hr og Liliya Plastunova – plastunova@yandex.ru

Upplýsingar um ráðstefnuna

Umsóknareyðublað