Fjóla – félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu vill bjóða þér að samgleðjast okkur á alþjóðlegum degi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu miðvikudaginn 27. júní næstkomandi. Í tilefni dagsins stendur félagið fyrir fjölbreyttri dagskrá í sal Félags heyrnarlausra að Grensásvegi 50 á 3. hæð. Dagskráin hefst kl. 14:00 og áætlað er að henni ljúki kl. 17:00. Lyfta er í húsinu.
Boðskort vegna alþjóðlegs dags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu
by Þjónustu- og þekkingarmiðstöð | 2. júl, 2012 | Fréttir | 0 comments