Í sumar voru sett upp hljóðmerki við gönguljós á gatnamótum Hrafnagilsstrætis og Þórunnarstrætis á Akureyri. Fyrst um sinn eru hljóðmerkin sett þar sem farið er yfir Hrafnagilsstræti austanmegin og yfir Þórunnarstræti norðanmegin við gatnamótin. Með tilkomu hljóðmerkjanna eykst öryggi gangandi vegfaranda ekki síst blindra og sjónskertra. Miðstöðin fagnar þessari framkvæmd og vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi við Akureyrarbæ.