Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er 11 október en tilgangurinn með honum er að vekja sérstaka athygli á afleiðingum blindu og hvað megi gera til að vinna gegn henni. 

Í tilefni af deginum býður Blindrafélagið til fundar. Þar mun Guðmundur Viggósson augnlæknir hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga ræða um orsakir blindu og sjónskerðingar hjá börnum. 

Fundurinn er öllum opinn og er haldinn í samkomusal Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17, 2. hæð, kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis.