Mánudaginn 15. október verður viðamikil dagskrá í Húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Aðgengisráðstefna með sérstakri áherslu á aðgengi blindra og sjónskertra að byggingum og umferðarmannvirkjum

Aðgengisráðstefna, með sérstakri áherslu á aðgengi blindra og sjónskertra að byggingum og umferðarmannvirkjum verður haldin í sal Blindrafélagsins á 2.hæð frá 9-12.

Sjá nánari dagskrá ráðstefnunnar hér fyrir neðan:

09:00 Ávarp formanns Kristins Halldórs Einarssonar

09:15 Áherslur í aðgengi blindra og sjónskertra, Vala Jóna Garðarsdóttir frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga kynnir áherslur í aðgengi

09:40 Aðgengi.is. Harpa Einarsdóttir frá aðgengi.is kynnir merkjakerfi og áherslur í aðgengisúttektum

10:00 Skytturnar Þrjár kynna lokaskýrslu frá aðgengisúttekt sinni í miðborg Reykjavíkur

10:20 Kaffihlé: Boðið verður upp á kaffismökkun og lúxus uppáhellingar frá Jónínu Tryggvadóttur kaffimeistara og góðgæti frá Litla Bóndabænum

10:40 Umræðan: Hvernig tryggjum við aðgengi allra í höfuðborginni okkar?

Þátttakendur í pallborðsumræðum:

Jakob Frímann Magnússon frá Miðborginni okkar

Björn Karlsson frá Mannvirkjastofnun

Sigurður Helgason frá Umferðarstofu

Fulltrúar frá Skipulagsráði Reykjavíkurborgar og Umhverfis- og Samgöngusviði

Fulltrúi frá strætó

11:30 Lokaávarp: Rósa María Hjörvar, aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins