Miðstöðinni hafa borist upplýsingar um erlendar sumarbúðir fyrir unglinga sem eru sjónskertir og blindir. Um er að ræða þrenns konar sumarbúðir:

  1. Enskuskóli í Bretlandi fyrir 10-17 ára. Námskeiðið verður haldið 10.-17. ágúst 2013, þar sem bæði er um að ræða enskukennslu og íþróttir. Verð £800 + flug.
  2. Íþróttabúðir í Finnlandi fyrir 14-18 ára. Verður haldið 10.-14. júní 2013. Þar er um að ræða ýmsar íþróttir svo sem markbolta, sund, júdó o.fl.. Verð €250 + flug.
  3. Íþróttabúðir í Bandaríkjunum fyrir 9-18 ára. Verður haldið 22.-29. júní 2013. Um er að ræða ýmsar íþróttir svo sem fimleika, júdó, kajakróður, hestaferðir, hjólaferðir, markbolta, sund o.fl.. Aðeins þarf að greiða fyrir flug.

Miðstöðin getur haft milligöngu um skráningu á námskeiðin.

Við bendum foreldrum á að kanna eftirfarandi styrki hjá Blindrafélaginu; „Stuðningur til sjálfstæðis“, „Blind börn“ og „Styrktarsjóður Margrétar Jónsdóttur“ (nánari upplýsingar um sjóðina fást hjá Blindrafélaginu).

Steinunn Þórdís félagsráðgjafi Miðstöðvarinnar veitir frekari upplýsingar í síma 545-5800 eða í gegnum netfangið steinunn@midstod.is