Miðstöðinni hafa borist upplýsingar um Norræna ungmennaviku fyrir einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem fer fram 24.- 30. Júní 2013 í Finnlandi.
- Samkvæmt upplýsingum frá Finnlandi er um að ræða ungmenni á aldrinum 18-30 ára. Yngri ungmenni þurfa leyfi foreldra/forráðamanni.
- Óski viðkomandi eftir því að vera með aðstoðarmann er mælt með því að viðkomandi komi með aðstoðarmann frá sínu heimalandi.
- Sækja þarf um fyrir 15. apríl 2013. Verð er 350 Evrur + flug.
Við bendum á að kanna styrki hjá Blindrafélaginu.
Steinunn félagsráðgjafi Miðstöðvarinnar veitir frekari upplýsingar ( dagskrá, umsóknareyðublöð o.fl. upplýsingar) í síma 545-5800 eða í gegnum netfangið steinunn@midstod.is