Þjónustu- og þekkingarmiðstöð mun halda 4 daga námskeið í samvinnu við Nordisk Velfærdscenter (NVC) dagana 10.-13. september 2013. Fyrirlesararnir koma frá Svíþjóð og hafa langa reynslu af málefnum daufblindra. Áætlað er að námskeiðið verði frá kl. 9-17 fyrstu þrjá dagana og námskeiðinu lýkur á föstudeginum kl.15. Námskeiðið verður í formi fyrirlestra og hópavinnu.
Námskeiðið er ætlað starfsfólki sem kemur að þjónustu við einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (daufblindu). Þetta er einstakt tækifæri til að bæta við sig þekkingu og eru flestir hvattir til að taka þátt.
Námskeiðið er í boði NVC og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Skráning þarf að berast fyrir 1.júní 2013 og fer fram hjá Miðstöðinni í síma 545 5800 eða á midstod@midstod.is
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Estellu D. Björnsson með því að senda póst á netfangið estella@midstod.is