European Blind Union (EBU) auglýsir ritgerðarsamkeppnir fyrir punktaletursnotendur á vegum Onkyo Corporation og The Braille Mainichi.

Punktaletursnotendur á öllum aldri geta tekið þátt í samkeppninni. Hver og einn má senda inn eina ritgerð annað hvort á móðurmáli eða á ensku og á tölvutæku formi. Textarnir eiga að vera að hámarki 1000 orð á móðurmáli.

Efni ritgerðar eru eftirfarandi:

  1. „Hlutverk punktaleturs í þátttöku sjónskertra í stjórnmálum, efnahagslífi, menningarlífi, samfélagi og fjölskyldulíf“. Það mætti t.d. nálgast efnið með því að skrifa um punktaletur og tækni, þörf fyrir punktaletur á öllum aldri eða punktaletur og kosningar.
  2. „Lifað með punktaletri“. Hvatt er til að kennarar og allir aðrir sem nota punktaletur eða vilja nota það skrifi um hlutverk punktaleturs.

Form textans er frjálst. Ritgerðin getur einnig verið skáldskapur.

Keppendur eiga að skila textum sínum fyrir 20.maí 2013 á netfangið kaisa@blind.is

EBU dómnefndin velur vinningshafa 20. september 2013. Veitt verða eftirfarandi verðlaun:

1. verðlaun: 2000 bandarískir dollarar

2. verðlaun: Yngri flokkur (undir 25 ára) 1000 bandarískir dollarar. Eldri flokkur (yfir 25 ára) 1000 dollarar

3. og 4. verðlaun: Yngri flokkur 500 bandarískir dollarar hvor um sig. Eldri flokkur 500 bandarískir dollarar hvor um sig.