Dagana 11.-14. júní n.k. mun Daniel Kish verða hér á landi í boði Blindrafélagsins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
Daniel Kish hefur þróað með sér hlustun til að átta sig í umhverfinu en hann missti sjónina þegar hann var þrettán mánaða. Daniel Kish er stofnandi og framkvæmdastjóri World Access for the Blind sem er með höfuðstöðvar sínar í San Fransisco í Kaliforníu. Hann er með Masters gráðu í þroskasálfræði og sérkennslufræðum svo og gráðu í áttun og umferli.
Undanfarin ár hefur Daniel Kish ferðast mikið um heiminn til að kynna aðferðir sínar fyrir kennurum sem vinna með blindum og sjónskertum einstaklingum en auk þess vinnur hann við kennslu. Það er mikill heiður að fá Daniel Kish til landsins.
Daniel Kish mun verða með kynningu á hlustun í umferli þriðjudaginn 11.júní kl. 16:00 í sal Blindrafélagsins á 2.hæð í Hamrahlíð 17. Kynningin verður opin öllum sem áhuga hafa og verður túlkuð á íslensku. Þeir sem þurfa túlkun á táknmáli eru vinsamlega beðnir að láta vita í síma 545-5800 fyrir 6. júní.