Daniel Kish mun halda nokkur námskeið um hlustun í umhverfinu (ecolocation) vikuna 11.-14. júní.

Námskeið ætlað blindum einstaklingum. Það fer fram 12. og 13. júní. Þann 12. júní kl. 13:00 – 16:00 og þann 13. júní kl. 09:00 – 12:00.

Námskeið ætlað þeim sem eru sjónskertir. Það fer fram þann 13. júní kl. 13:00 – 16:00.

Námskeið opið öllum áhugasömum. Það fer fram þann 14. júní kl. 09:00 – 12:00.

Námseiðin eru án endurgjalds. Mæting er í sal Blindrafélagsins á 2. hæð að Hamrahlíð 17. Hluti námskeiðanna er utandyra og því gott að hafa í huga að klæða sig vel. Kennslan fer fram á ensku en starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða til aðstoðar eins og þarf.

Skráning í síma 545-5800 fyrir 7. júní.

Frekari upplýsingar veitir Vala Jóna Garðarsdóttir í síma 545 5800 eða á vala@midstod.is