Tækni í skólastarfi – Námskeið fyrir sjónskerta nemendur í 5.-10. bekk. 14. og 15. ágúst kl. 9:00-12:00.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð býður upp á námskeið þar sem farið verður yfir ýmis forrit og búnað sem nýtist sjónskertum nemendum. Markmiðið er að nemendur öðlist betri færni og aukið sjálfstæði við nám sitt.

Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér eigin fartölvur, spjaldtölvur og snjallsíma. Lögð verður áhersla á að þátttakendur læri hver af öðrum og miðli reynslu sinni og þekkingu.

Meðal þess sem kennt :

  • Forrit til að skrifa inn í námsbækur í tölvu, t.d. Foxit Reader.
  • Geymslusvæði á netinu t.d. Dropbox.
  • Námsefni, rafbækur og hljóðbækur á spjaldtölvum.

Skráning er til 24. júní í síma 545 5800 eða á midstod@midstod.is.