Miðstöðin hélt boð fyrir uppeldisfjölskyldur leiðsöguhunda þar sem þeim var þökkuð ómetanleg aðstoð þeirra.

Miðstöðin sér um þjálfun leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta.Hlutverk uppeldisfjölskyldunnar er mjög mikilvægt.  Það
að verðandi leiðsöguhundur fái að alast upp að hluta til á venjulegu
heimili er stór hluti af undirbúningi og þjálfun leiðsöguhunda.

Skilyrðin fyrir því að hundur fái að vinna sem leiðsöguhundur eru
ótalmörg en mikilvægast af öllu er að hundurinn sé áreiðanlegur, öruggur
í umhverfi og öruggur með ókunnu fólki. Það er mikilvægt fyrir hvolpinn
að fá að alast upp á „heimili“ og að hann fái að lifa hversdagslífi og
vera hluti að fjölskylduheildinni. Allir hvolpar þurfa að alast upp við
ást, umhyggju, virðingu og aga.

Uppeldisfjölskyldurnar unnu ómetanlegt starf, sem allt var unnið í sjálfboðavinnu. Sem örlítill þakklætisvottur var þeim boðið í kaffi þar sem þær gátu endurnýjað kynnin við hundana auk þess sem Miðstöðin veitt þeim viðurkenningu fyrir starf þeirra.

Hundarnir ásamt uppeldisfjölskyldum og Drífu hundaþjálfara. 

Einn leiðsöguhundanna hittir uppeldisfjölskylduna aftur og það verða fagnaðarfundir.