Daniel Kisch var staddur hér á landi í júní og hélt nokkur námskeið um hlustun í umhverfinu á meðan á dvöl hans stóð.

Daniel Kish hefur þróað með sér hlustun til að átta sig í umhverfinu en hann missti sjónina þegar hann var þrettán mánaða. Daniel Kish er stofnandi og framkvæmdastjóri World Access for the Blind sem er með höfuðstöðvar sínar í San Fransisco í Kaliforníu.  Hann er með Masters gráðu í þroskasálfræði og sérkennslufræðum svo og gráðu í áttun og umferli. Undanfarin ár hefur Daniel Kish ferðast mikið um heiminn til að kynna aðferðir sínar fyrir kennurum sem vinna með blindum og sjónskertum einstaklingum en auk þess vinnur hann við kennslu.

Haldin voru námskeið fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga auk þess sem hann hélt sérstakt námskeið fyrir aðra áhugasama og flutti fyrirlestur fyrir foreldra og kennara blindra og sjónskertra barna. Óhætt er að segja að fyrirlestrar og námskeið hans hafi vakið mikla athygli og ánægju. Auk þess heimsótti Daniel leikskóla og grunnskóla og hitti þar nemendur sem fengu að kynnast aðferðum hans.

 Frétt RÚV um Daniel Kisch


Nemendur Daniels á bílastæði að prófa sig áfram með aðferðir hans. 

 Daniel á útileiksvæði leikskóla þar sem hann aðstoðar nemanda á leikskólanum.

Nemendur Daniels fyrir utan Hamrahlíð 7 að átta sig á aðstæðum.