Dagana 14. og 15. október kl. 9-16 verður haldið ókeypis námskeið fyrir kennara og annað starfsfólk skóla sem vinnur með blindum, sjónskertum og daufblindum börnum.

Áhersla námskeiðsins er að efla kennara og hvernig þeir mæta þörfum blindra og sjónskertra einstaklinga í námi. Nánari lýsing á námskeiðinu verður gefin út síðar.

Dagana 16. og 17. október kl. 9-16 verður haldið ókeypis námskeið fyrir starfsfólk sem vinnur með einstaklingum sem eru
sjónskertir og með aðrar fatlanir.

Áhersla námskeiðsins verður á hvernig hægt er að efla sjálfstæði, frumkvæði og félagsfærni einstaklinga sem eru sjónskertir og með aðrar fatlanir. Nánari lýsing á námskeiðinu verður send út síðar.

Kennari á námskeiðunum er Gwyneth McCormack, ráðgjafi og eigandi Positive Eye ltd. Gwyneth er orðin vel þekkt innan Evrópu fyrir fræðslu sína og þekkingu á blindu og sjónskerðingu. Nánari upplýsingar um Gwyneth er að finna á www.positiveeye.co.uk.

Nánari upplýsingar og skráning er á netfangið: elfa@midstod.is.

Námskeiðin eru haldin af Þjónustu- og þekkingarmiðstöð blindra, sjónskertra og daufblindra með stuðningi frá Blindrafélaginu.