Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin býður kennurum, sem koma að kennslu sjónskertra nemenda, á námskeið í forritinu Foxit Reader miðvikudaginn 25. september kl. 14-16 í Hamrahlíð 17, 5. hæð.
Foxit Reader opnar vinnubækur, sem eru á PDF-formi. Forritið hentar því einstaklega vel nemendum sem vinna námsefnið sitt á tölvutæku formi í stað þess að vinna með stækkaðar bækur og skriffæri.
Á námskeiðinu er farið yfir helstu eiginleika forritsins og fá þátttakendur leiðarvísi með sér heim að námskeiði loknu.
Til þess að þátttakendur fái sem mesta færni út úr námskeiðinu þarf að mæta með eigin tölvu með Foxit Reader uppsettu. Forritið má nálgast á www.foxitsoftware.com/downloads/. Boðið verður upp á aðstoð við uppsetningu frá kl. 13-13:45.
Til að skrá sig á námskeiðið þarf að senda tölvupóst á netfangið hronn@midstod.is. Taka þarf fram nafn, símanúmer og við hvaða skóla kennarinn starfar.
Umsjónarmaður námskeiðisins:
Hrönn Birgisdóttir, tölvuráðgjafi
hronn@midstod.is