Opnunarhátíð verkefnisins „Iceland and Poland Against Exclusion From Culture“, þann 28. september 2013 kl. 15:00 í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík.

Sýning á kvikmyndinni „Í myrkri“ (Pólland 2011, 145 mínútur) með sjónlýsingu og talaðri þýðingu á samtölum á íslensku í gegnum heyrnartól. Móttaka til heiðurs Agnieszku Holland – leikstjóra kvikmyndarinnar. Opnun sýningarinnar „Andlit Agnieszku Holland. Pólland – Evrópa – Heimurinn“, sem fjallar um ævi og störf einnar af mikilvægustu leikstjórum og handritahöfundum samtímans,  sem einnig er sendiherra verkefnisins „Iceland and Poland Against Exclusion From Culture“.

Ókeypis boðsmiðar: Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavik.

Pantanir fyrir blinda og sjónskerta: Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, 525 0000, blind@blind.is.

„Iceland and Poland Against Exclusion From Culture“ er samvinna til þriggja ára á sviði menningar milli Póllands og Íslands sem hefur það að markmiði að stuðla að þróun sjónlýsingar – aðferðar sem byggist á munnlegri lýsingu sem bætt er við sýningar á kvikmyndum, leikritum eða myndlist og sem lýsir fyrir blindum og sjónskertum hvernig sýningargripir líta út eða hvað fer fram á tjaldinu eða sviðinu.

Frekari upplýsingar: info@excludedfromculture.eu  www.excludedfromculture.eu