Í dag, 15. október er dagur hvíta stafsins, baráttu- og vitundardagur blinds og sjónskerts fólks. Dagurinn er alþjóðlegur og er tilgangurinn með honum að vekja athygli á málefnum blindra og sjónskertra einstaklinga og þá sérstaklega aðgengimálum og þeim aðgegnishindrunum sem hamla að þeir geti lifað sjálfstæðu lífi og verið samfélagslega virkir.
Á heimasíðu Miðstöðvarinnar má finna mikinn fróðleik um Miðstöðina, þá þjónustu sem er í boði og ýmsan fróðleik.
Meðal þess sem finna má á heimasíðunni er fróðleikur um hjálpartæki, athafnir daglegs lífs og umferli, alls kyns bæklinga og kynningarefni og margt fleira.
Einnig er að finna ýmsilegt um þá þjónustu sem Miðstöðin býður upp á, t.d. kennsluráðgjöf, afþreyingarefni á punktaletri, tölvur og tækni og margt fleira.
Í tilefni dagsins er við hæfi að rifja upp fyrirlestur Völu Jónu Garðarsdóttur – fagstjóra ADL og umferlis, sem fluttur var í fyrra í tilefni af Degi hvíta stafsins.