Tilgangur Þórsteinssjóðs er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir á fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, einkum í félags- og hugvísindum.

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2013.

Í ár verða veittir námsstyrkir til blindra eða sjónskertra stúdenta sem stunda nám við Háskóla Íslands skólaárið 2013–2014. Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja er 1,5 milljónir króna.

Í umsókninni þurfa eftirtalin atriði að koma fram:

  1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.
  2. Helstu atriði úr náms- og/eða starfsferli umsækjanda og námsárangur í framhaldsskóla eða háskóla eftir því sem við á. 
  3. Hvaða nám viðkomandi stundar við Háskóla Íslands. 
  4. Meðmæli frá kennurum og/eða atvinnurekendum. 
  5. Áætlun um námsframvindu.

Hámarkslengd umsóknar er þrjár síður. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórnin áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.

Vakin er athygli á að heimilt er að sækja oftar en einu sinni um styrki úr Þórsteinssjóði.

Umsóknum skal skila sem viðhengi á netfang Styrktarsjóða Háskóla Íslands: sjodir@hi.is.

Áætlað er að úthlutun fari fram þriðjudaginn 3. desember 2013 við hátíðlega athöfn.

Frekari upplýsingar um styrkveitingu og úthlutun er að finna á heimasíðu HÍ, www.hi.is og sjóðavef HÍ, sjodir.hi.is. Einnig hjá Helgu Brá Árnadóttur, verkefnastjóra styrktarsjóða og hollvina, helgab@hi.is, sími 525-5894.