Tilgangur Þórsteinssjóðs er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir á fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, einkum í félags- og hugvísindum.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2013.
Í ár verða veittir námsstyrkir til blindra eða sjónskertra stúdenta sem stunda nám við Háskóla Íslands skólaárið 2013–2014. Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja er 1,5 milljónir króna.
Í umsókninni þurfa eftirtalin atriði að koma fram:
- Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.
- Helstu atriði úr náms- og/eða starfsferli umsækjanda og námsárangur í framhaldsskóla eða háskóla eftir því sem við á.
- Hvaða nám viðkomandi stundar við Háskóla Íslands.
- Meðmæli frá kennurum og/eða atvinnurekendum.
- Áætlun um námsframvindu.
Hámarkslengd umsóknar er þrjár síður. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórnin áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.
Vakin er athygli á að heimilt er að sækja oftar en einu sinni um styrki úr Þórsteinssjóði.
Umsóknum skal skila sem viðhengi á netfang Styrktarsjóða Háskóla Íslands: sjodir@hi.is.
Áætlað er að úthlutun fari fram þriðjudaginn 3. desember 2013 við hátíðlega athöfn.
Frekari upplýsingar um styrkveitingu og úthlutun er að finna á heimasíðu HÍ, www.hi.is og sjóðavef HÍ, sjodir.hi.is. Einnig hjá Helgu Brá Árnadóttur, verkefnastjóra styrktarsjóða og hollvina, helgab@hi.is, sími 525-5894.