Leiðsöguhundadagatal Blindrafélagsins 2014 er komið út. Dagatalið er með myndum og fróðleik af leiðsöguhundinum Sebastian sem er fyrsti leiðsöguhundurinn fyrir blinda sem þjálfaður er og afhentur notenda hér á landi í samstarfi Blindrafélagsins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Útgáfa dagatalsins er hugsuð sem fjáröflun til að standa straum af kaupum og þjálfun leiðsöguhunda fyrir blinda.  Þeir sem myndu vilja eignast dagatal, geta pantað það hjá margret@blind.is og hildur@blind.is  Verð er 1.800
krónur.

Á Íslandi eru starfandi 6 leiðsöguhundar fyrir blinda, en þörf er á mun fleiri. Þótt hver leiðsöguhundur kosti nokkrar milljónir og kunni að virðast dýr, þá ber að hafa í huga að starfsævi þeirra er á bilinu 8 – 10 ár og allan þann tíma bætir hundurinn lífsgæði notenda síns umtalsvert. Þegar kostnaður er reiknaður niður á dag er hann ekki hærri en sem nemur verði á einni pizzu.

Leiðsöguhundadagatal Blindrafélagsins 2014 á pfd-sniði