Vetrarbúðirnar verða haldnar í húsi Þroskahjálpar fyrir utan Akureyri dagana 26. til 30. mars. Fyrirhugað er þeir þátttakendur og starfsmenn sem koma frá höfuðborgarsvæðinu fljúgi til Akureyrar miðvikudaginn 26. mars kl. 17:30 en taki strætó til Reykjavíkur sunnudaginn 30. mars. Gist er í 3 til 4 manna herbergjum og þurfa þátttakendur að koma með rúmföt með sér (lak, sængurver og koddaver).

Dagskráin byggir á því að bjóða krökkunum tækifæri til að prófa ýmsar vetraríþróttir en aðaláherslan er lögð á skíðakennslu. Útbúnaðurinn verður leigður á staðnum.

Þátttökugjald fyrir vetrarbúðirnar er 15.000 kr. Innifalið í  því er flug til Akureyrar, gisting og fæði, skíðakennsla, sund og önnur dagskrá.

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 28. febrúar á netfangið kaisa@blind.is. Eftir það panta ég flugmiðana og staðfesti hverjir verða leiðbeinendur. Þess vegna skiptir það miklu máli að tilkynna þátttöku tímanlega. Við skráningu þarf að koma fram: nafn þátttakanda, kennitala, nafn og símanúmer foreldra, upplýsingar um ofnæmi eða lyfjanotkun.

Þátttakendurnir fá dagskrá og nánari upplýsingar um vetrarbúðir í mars.

Bestu kveðjur,

Marjakaisa Matthíasson

Fulltrúi

Blindrafélagið

Hamrahlíð 17

105 Reykjavík

www.blind.is