Þjónustu- og þekkingarmiðstöð býður kennurum,sem koma kennslu sjónskertra nemenda, á iPad-námskeið miðvikudaginn 12. mars kl. 13:30-16:00 í Hamrahlíð 17, 2. hæð.
Meðal þess sem kennt er:
- Helstu aðgengisstillingar sem nýtast sjónskertum.
- Kennt er hvernig flytja á skjöl frá tölvu yfir í iPad.
- Nokkur mismunandi smáforrit sem lesa PDF-skjöl eru kynnt. Hvernig á að skrifa inn á skjölin og glósa.
- Lestur rafbóka í iPad.
- Hljóðbækur í iPad.
- Vörpun frá skjá kennaratölvu yfir í iPad.
- Þátttakendur eru hvattir til að miðla eigin reynslu.
Til þess að þátttakendur fái sem mesta færni út úr námskeiðinu er gott að mæta með iPad (fullhlaðinn) og vera búinn að búa til Appstore-reikning.
Frestur til að skrá sig á námskeiðið er 28. febrúar.
Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið hronn@midstod.is.
Taka þarf fram nafn, símanúmer og við hvaða skóla kennarinn starfar.
Hrönn Birgisdóttir, iðjuþjálfi/tölvuráðgjafi, hronn@midstod.is