Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga bjóða starfsmönnum öldrunarstofnana til fræðslumorguns.

Fluttir verða fyrirlestrar, ýmis hjálpartæki kynnt og loks verða umræður. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvað gerist þegar einstaklingar missa sjón/heyrn?
  • Hver eru áhrif heyrnarskerðingar og sjónskerðingar á daglegt líf fólks?
  • Hvernig er best að hátta daglegri umgengi og samskiptum við einstaklinga með sjón- eða heyrnarskerðingu?
  • Hvernig er hægt að laga umhverfið að þörfum einstaklinga með sjónskerðingu, heyrnarskerðingu eða daufblindu?
  • Hvaða gagn gera hjálpartæki?
  • Hvernig er best að umgangast og hirða um hjálpartækin?

Kynningin fer fram þann 21. mars n.k. í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík á fyrstu hæð.  Kynningin hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 12:30.

Vinsamlega skráið þátttöku í símum: 545-5800545-5800 (Þjónustu- og þekkingarmiðstöð) eða 581-3855581-3855 (Heyrnar- og talmeinastöð) fyrir 14. mars. Kynningin er þátttakendum að kostnaðarlausu.